fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Bradley Wiggins og Ólympíuleikarnir í London

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. júlí 2012 07:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjólreiðar eru ekki hátt skrifaðar á Englandi.

Ólympíuleikarnir í London eru að hefjast um helgina – og hefur margt verið ritað um öryggisgæslu og drottnun stórfyrirtækja. Það er spurt hvort áhorfendur verði handteknir ef þeir sjást með pepsidós.

Englendingar hafa nú fengið ágætan upptakt að leikunum.

Það er ekki það sem þeir vonuðust eftir. Þeir þrá að þeirra menn vinni sigra á stórmótum fótboltalandsliða eða í Wimbledonkeppninni í tennis.

En það gerist aldrei.

Hins vegar sigraði Englendingurinn Bradley Wiggins í Tour de France hjólreiðakeppninni fyrir fáum dögum. Hann er fyrsti Englendingurinn sem vinnur keppnina.

Tour de France er reyndar einn æsilegasti íþróttaviðburður í heimi. Sumar dagleiðirnar eru ótrúlega erfiðar. Hið 1912 metra háa Ventoux-fjall í Suður-Frakklandi er ekki bara bratt, heldu er það líka óhemju vindasamt. Það þykir erfiðasta leiðin í Tour de France og mörgum hefur orðið flatt á því. Lyfjaneysla hefur skyggt á keppnina, en það sama á við um Ólympíuleikana – þeir voru lengi gegnsýrðir af lyfjum og svindli og eru kannski enn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?