fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Kynlegar kommúnistahreyfingar

Egill Helgason
Laugardaginn 21. apríl 2012 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi hefur ekki verið þekktur fyrir pólitísk afskipti síðan snemma á áttunda áratugnum þegar hann var formaður Einingarsamtaka kommúnista (maxistanna-lenínistanna) – sem gengu undir skammstöfuninni EIK(ml).

EIK(ml) voru samtök maóista – þau horfðu til Kína, ólíkt trotskíistum sem störfuðu í Fylkingunni. Þar var meðal annars innanborðs Már Guðmundsson seðlabankastjóri, en aðstoðarseðlabankastjórinn Arnór Sighvatsson var í EIK(ml). Flokkurinn var byggður á norskri fyrirmynd, í Noregi starfaði flokkur sem hét AKP(ml) – það var gert grín að því á Íslandi að Maó væri líklega norskur, því „hugsun“ hans bærist fyrst og fremst hingað frá Noregi, með námsmönnum sem þar höfðu dvalið – og voru almennt undir sterkum áhrifum frá Noregi.

Þannig voru EIK(ml) miklu heilnæmari samtök en Fylkingin – EIK-arar gengu í útivistarfötum og ræktuðu líkamann meðan Fylkingarmenn voru meira í því að reykja og drekka. Flokksaginn var líka miklu meiri hjá maóistum en trotskíistum – hinir síðarnefndu voru meiri bóhemar.

EIK(ml) átti svo einn erkióvin. Það var KSML sem seinna varð að Kommúnistaflokki Íslands(ml). Samkvæmt þessari grein á Wikipedia voru EIK-arar nokkuð víðsýnni en KSML-arar og reyndu að starfa innan annarra hreyfinga sem vildu breyta samfélaginu.

Ari Trausti var alla tíð formaður miðstjórnar EIK(ml). Samtökin lognuðust út af þegar leið á áttunda áratuginn. Og það skal tekið fram að talsvert af mektarfólki í samfélagi okkar starfaði í þessum kommúnistahreyfingum – sem virðast óneitanlega ansi kynlegar þegar litið er um öxl.

Málgagn EIK(ml) var Verkalýðsblaðið, málgagn Fylkingarinnar var Neisti en málgagn KSML var Stéttabaráttan. Blaðaútgáfa skipti miklu máli á þessum árum. Það er langt síðan maður hefur séð þessi blöð – kannski væri gaman að rifja aðeins upp kynnin af þeim? Hvað var unga fólkið að hugsa á þessum árum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar