fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Fjölmiðlaslagur

Egill Helgason
Föstudaginn 13. apríl 2012 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er athyglisverð skoðanakönnunin sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem sést að Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir eru jöfn að fylgi. Það eru þó ríflega 30 prósent sem ekki taka afstöðu.

Þóra kemur úr fjölmiðlum og er eftirlæti þeirra  – það má eiginlega segja að DV, Fréttatíminn og Fréttablaðið styðji hana.

Á sama tíma les maður á forsíðu DV að Ólafur Ragnar sé „maður sundrungar“.

Aðrir frambjóðendur komast ekki að. Maður hefði haldið að Herdís Þorgeirsdóttir ætti að geta haft meira fylgi, en fjölmiðlarnir hafa að mestu sniðgengið hana. Hún virðist ekki eiga mikið innhlaup þar.

En það er greinilega mikil þekking á fjölmiðlum og almannatengslum samankomin í framboði Þóru. Herferðin þar sem undirskriftum var safnað um síðustu helgi bar vott um það – má í rauninni segja að þá hafi aðrir sem voru í framboðshugleiðingum verið hræddir burt.

Annað sem ber vott um klókindi er þegar þau koma fram af fullum krafti í helgarblöðunum og segja frá gömlum syndum Svavars – það er sagt að á netinu sé í gangi dreifibréf þar sem er sagt frá gömlum málum sem tengjast honum.

Enginn sem ég hef spurt kannast við að hafa séð þennan póst, en það skiptir ekki máli, það er gott að koma strax fram og sýna iðrun – þannig má eiginlega segja að þetta útspil sé pre-emptive eins og það heitir í herfræðum.

Það gæti þó verið að fleiri frambjóðendur meldi sig inn í baráttuna. Ari Trausti Guðmundsson virðist vera í framboðshugleiðingum. Hann fær á sig þann lítt smekklega andróður að hann vilji reyna að tvístra andstæðingum Ólafs Ragnars svo forsetinn haldi velli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling