fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Mussutíminn og kynfærarakstur

Egill Helgason
Laugardaginn 24. mars 2012 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var að alast upp var rakstur kvenna nær óþekktur. Ég er að tala um tímabilið milli svona 1970 og fram til 1985 – þ.e. þegar ég fór að vera upp á kvenhöndina.

Konur, sem ég þekkti, gengu yfirleitt ekki í brjóstahöldurum – maður vissi af nokkrum konum sem voru í brjóstahaldaradeildinni og voru sérlega vel snyrtar, ein af þeim var í mínum bekk í MR. Þær virkuðu eins og hálfgerð fornaldardýr. Þær voru svo öðruvísi að maður upplifði þær eiginlega ekki sem kynverur.

Vinur minn einn lenti í vandræðum þegar jafnaldra hans fékk að gista um hríð í íbúð hans í Þýskalandi. Hún var ein af þeim sem gekk í brjóstahöldurum – hann átti frekar erfitt með sig þegar hún fór að hengja eggjandi nærföt til þerris víðs vegar um íbúðina.

Vinur minn hafði ekki séð svoleiðis áður –  þetta olli honum miklu uppnámi.

Þetta var það tímabil sem hefur verið kallað „mussutíminn“ – kynhvöt mín þróaðist semsagt á honum. Þá voru allar konur með hár undir höndunum og aldrei hafði heyrst talað um kynfærarakstur.

Nú virðist þetta hafa snúist við. Raksturinn er orðinn það sem á frönsku heitir de rigueur, einhvers konar áþján.

En þetta á ekki bara við um konur.

Maður fer í Baðstofuna inn í líkamsræktarstöðinni  Laugum og verður dálítið hugsi þegar maður sér að þar er fullt af karlmönnum með rakaðan pung. Það er svosem ekki þannig í Vesturbæjarlauginni, ekki ennþá – en þarna í Laugardalnum er einhvers konar háborg pungraksturs.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?