fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Aldurhnigin poppgoð

Egill Helgason
Föstudaginn 23. mars 2012 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við verðum að sætta okkur við það að stóru goðin frá blómatíma rokksins eru orðin nokkuð aldurhnigin.

Nú er kvartað undan því að Brian Ferry komi hingað og haldi tónleika – en raunar er hann í leiðinni búinn að selja upp tvisvar í Hörpu.

Flestir hinna öldruðu poppara fara um og spila gömlu lögin sín. Það er það sem fólkið vill heyra – og svo má kannski nefna að það fara að verða síðustu forvöð að heyra þessi lög með upprunalegum flytjendum.

Ég sá Paul McCartney í París um daginn, Rolling Stones í London fyrir nokkrum árum – jú, það voru mestanpart gömlu lögin. Eftir fimm eða tíu er sá tími liðinn að hægt verður að heyra lög eftir Bítla eða Rollinga flutt live af meðlimum sjálfra hljómsveitanna.

Ég stóð gapandi í Istanbul í sumar og hlustaði á Paul Simon syngja Mrs. Robinson og The Boxer.

Við fáum líklega seint að sjá McCartney, Jagger eða Richards á Íslandi – en með Hörpunni hefur opnast möguleiki á að halda meðalstóra tónleika þannig að þeir standi undir sér. Það er skýringin á straumi hinna öldruðu poppara til Íslands.

Bryan Ferry er ekki megastjarna af klassa ofantaldra. Hann hefur hins vegar samið og flutt mjög flott lög, fyrst með Roxy Music og svo upp á eigin spýtur. Fyrir nokkrum árum gerði hann plötu með lögum eftir Bob Dylan sem náði miklum vinsældum. Á þeim tíma heyrði ég meira að segja einn menningargúrúinn á Rás 1 lýsa því yfir að þetta væri í fyrsta skipti sem hann gæti hlustað á Dylan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?