fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

365 til sölu?

Egill Helgason
Mánudaginn 19. mars 2012 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur lengi heyrt orðróm um að 365 kunni að vera til sölu. Aðaleigandinn er Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, sagan segir að það sé ekki víst að hún kæri sig um að eiga fjölmiðlafyrirtækið til lengdar. Reksturinn mun vera í þokkalegu jafnvægi, en áskriftarsala hefur ekki staðið undir væntingum í vetur.

Þetta er að mörgu leyti metnaðarfullt og gott fyrirtæki – með mörgu góðu stafsfólki innanborðs – en það hefur löngum liðið fyrir vafasama eigendur. Varla var það tilviljun að þegar allt hrundi passaði Jón Ásgeir best upp á að 365 hyrfi ekki úr eigu sinni – eða eigum við að kalla það áhrifasvæði? Sjálfur hefur hann starfsaðstöðu í Skaftahlíðinni.

Það hefur hins vegar verið óljósara hverjir kynnu að vilja kaupa og hvers vegna?

Á Íslandi hafa menn löngum keypt fjölmiðla til að hafa áhrif í gegnum þá.

Í eigendahópi Stöðvar 2 voru á sínum tíma eilífar deilur, Jón Ólafsson seldi fyrirtækið loks til Jóns Ásgeirs. Björgólfur Guðmundsson keypti Morgunblaðið og átti það um tíma. Nú er blaðið eigu stórútgerðarfólks. Það er ansi mikil hætta á að kaup á 365 yrðu gerð á einhverjum slíkum forsendum.

Best væri auðvitað að nýjir eigendur fyrirtækisins keyptu einfaldlega vegna þess að þá langaði að halda úti góðum og skemmtilegum fjölmiðlum. Þess vegna verður maður pínulítið vonglaður þegar maður sér að Simma og Jóa langar að kaupa 365. Þeir eru fínir fjölmiðlamenn – ég get ekki ímyndað mér að þeir myndu líta að eign í fjölmiðlum sem part af einhverju valdageimi.

Svo koma ábyggilega upp vangaveltur um að einhverjir aðrir séu að baki þeim, ég vona ekki – það er bara að gefa í og selja fleiri hamborgara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis