fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Seðlabankinn fær á baukinn í varnarræðu

Egill Helgason
Föstudaginn 16. mars 2012 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seðlabankamenn, bæði fyrrverandi og núverandi, voru nokkuð hálheilagir í sölum Landsdóms.

Það var talsvert vísað til meintra viðvarana þeirra í vitnisburðum – og svo kom saksóknari og hélt ræðu þar sem hún talaði meðal annars um viðvaranir sem hefðu átt að berast Geir Haarde.

Kannski er tilgangslítið að þrasa um þetta – hafi einhverjir varað við þá virtust þeir ekki taka mark á viðvörununum sjálfir. Mikið af þessu virðist líka vera eftiráspuni.

Vissulega var þetta þó eitt atriðið sem fjalla skyldi um í Landsdómi.

Andri Árnason, verjandi Geirs, rifjaði þetta nokkuð snaggaralega  upp þegar hann sagði í varnarræðu sinni í dag að beint tjón ríkissins hefði aðallega verið vegna Seðlabankans og fjárausturs úr honum gegn engum veðum.

Og það á tíma varnaðarorðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis