fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Krúttin í klóm vinstri manna

Egill Helgason
Föstudaginn 16. mars 2012 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýju hefti Þjóðmála birtist afar sérstæð grein eftir Örvar Arnarson. Í tímaritinu er greint frá því að Örvar sé fjármálastjóri.

Greinin fjallar um krúttin svokölluðu – sem höfundur segir að séu mjög áberandi eftir bankahrunið. Ekki er gerð mikil tilraun til að skilgreina hvað felst í því að vera krútt, en þeim eru ekki vandaðar kveðjurnar.

Krúttin eru sögð vera full af óraunhæfum hugmyndum, greinin nefnist: Varúð, himnaríki á jörðu.

Það er semsagt himnaríki krúttanna – sem þykjast vera málsvarar umhverfis og náttúru – „eða hvað menn vilja kalla þessa einstaklinga sem krefjast lýðræðis, mannréttinda, persónukjörs, græns hagkerfis, bestu menntunar og heilbrigðiskerfis fyrir allara, réttlætis og virðingar fyrir náttúrunni og helst að aðrir borgi brúsann.“

Það er þó ekki allt sem sýnist með krúttinn, samkvæmt greininni, þeim er nefnilega stjórnað af vinstri mönnum sem miskunnarlaust smala þeim með loforðum um að „himnaríki á jörðu sé í seilingarfjarlægð“.

Og það er eins og segir – „himnaríki hinnar kommúnísku hugsjónar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina