fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sarkozy snýr sér að innflytjendum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. mars 2012 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarkozy Frakklandsforseti sækist nú eftir endurkjöri undir kjörorðinu Sterkt Frakkland.

En Sarkozy á í erfiðleikum, það sem helst getur bjargað honum er að mótframbjóðendur hans eru veikir.

Þegar Sarkozy var kosinn fyrir fimm árum var það með fyrirheitum um að breyta Frakklandi í átt þess sem hefur gerst í Bretlandi, hann ætlaði að vinna í anda markaðshyggju.

Svo kom efnahagskreppan 2008 og þá sneri Sarkozy við blaðinu. Frakkland stóð nokkuð vel af sér kreppuna til að byrja með – þá var það lína Sarkozys að Frakkland hefði sérstöðu með sínu blandaða hagkerfi.

Nú er Frakkland í efnahagsörðugleikum eins og stór hluti Evrópu. Samkvæmt síðustu mælingum er hagvöxtur þar sama og enginn, margir franskir bankar þykja standa tæpt.

En þá snýr Sarkozy sér að útlendingum. Hann er reyndar af innflytjendaættum sjálfur – en nú álítur hann það vænlegast til árangurs að færa sig nær öfgahægrikonunni Marine Le Pen til að reyna að ná af henni einhverju fylgi.

Mörgum virtist eins og Sarkozy væri harður nagli þegar hann var kosinn forseti. Nú er aðallega talað um hann sem tækifærissinna – og arfleifð hans er aðallega sú að hafa kvænst ítalskri fyrirsætu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina