fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Allt öðrum að kenna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. mars 2012 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var löng yfirheyrsla yfir Davíð Oddssyni í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þessi fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar er einkennilega samsettur maður.

Hann ber aldrei ábyrgð á neinu, og í þau fáu skipti sem ábyrgð er rakin upp í túnfótinn hjá honum, þá kemst hann að því að hann hafi í raun ekki haft nein völd sjálfur.

Það er alltaf allt öðrum að kenna. Hann hefur aldrei haft rangt fyrir sér. Og það er óhugsandi að biðjast afsökunar á neinu, það er frekar að veruleikanum sé snúið á haus en að viðurkenna mistök.

Nú situr forsætisráðherrann sem ritstjóri Morgunblaðsins og kennir öllum öðrum um hvernig fór á þeim langa tíma sem hann var valdamesti maður landsins.

Bak við þetta býr sérstæð sýn á tilveruna – hún byggir á því að samfélagið sé samansett úr gengjum sem takast á. Þessi sýn virðist hafa litað allan stjórnmálaferil hans.

Það var upplýst í fjölmiðlum í gær að það væru ellefu gengi að störfum hér á landi – en samkvæmt þessari sýn eru þau miklu fleiri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina