fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Erfið staða VG

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. febrúar 2012 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi legið fyrir að ekki yrði hægt að klára aðildarviðræður við Evrópusambandið fyrir kosningar sem á að halda í apríl 2012 – hvað þá að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

En Vinstri grænir eru mjög farnir að ókyrrast eins og heyra má á tali þeirra beggja, fjandvinanna Steingríms og Ögmundar.

Þeir sjá fram á að fara í kosningar með málið hangandi í lausu lofti yfir sér – og fylgið alveg við botn.

En þeir eiga í raun enga leið út – Vinstri grænir hafa lagt allt undir í ríkisstjórninni og þeir geta ekki sprengt hana í loft upp – þeir hafa varla upp á annað að bjóða í kosningum en þrautseigju Steingríms og hugsanlegan efnahagbata.

Á meðan getur Samfylkingin farið inn í kosningar flaggandi því að hún sé eini alvöru valkostur þeirra sem vilja ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina