fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Stripp tjass

Egill Helgason
Laugardaginn 25. febrúar 2012 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Gunni tínir ýmislegt skemmtilegt saman á bloggsíðu sinni.

Í gær birti hann færslu þar sem hann tók saman fremur fátíðar auglýsingar um nektardans sem birtust í íslenskum blöðum.

Það var örsjaldan að nektardansmeyjar rak upp á skerið – og vakti að vonum athygli.

Mér er ein auglýsingin sem Gunni birtir í barnsminni.

Ég hef greinilega verið farinn að lesa blöðin þegar ég var frekar ungur, því þetta var Ulla Bella sem dansaði í Lídó 1966. Lídó var þar sem síðar var Tónabær, en ég var ekki nema sex ára og fannst þetta óskaplega hlægilegt.

Enn rifjast upp fyrir mér nafn Ullu Bellu þegar ég heyri minnst á nektardans.

Reyndar var þá notað alþjóðlega orðið strip tease – en af því ég kunni ekki ensku þá varð þetta stripp tjass í meðförum mínum og heitir það stundum enn.

Það hefur ekki verið amalegt að panta borð í Lídó í síma 35936, mæta klukkan sjö þegar matur var framreiddur, fá sér að snæða, hlýða á leik hljómsveitar Ólafs Gauks, horfa á strip tease og dansa til eitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina