fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Viðskiptamódel

Egill Helgason
Föstudaginn 24. febrúar 2012 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af þeim fyrirtækjum sem harðast gekki fram í dansinum í kringum gullkálfinn á árunum fyrir hrun var olíufélagið  N1.

Félagið steypti sér í himinháar skuldir sem hafa verið afskrifaðar í stórum stíl. Í öðrum heimi hefði einhverjum kannski dottið í hug að setja einfaldlega svona skuldugt fyrirtæki á hausinn.

Eitt af því sem N1 gerði fyrir hrunið, til að tryggja sér yfirburðastöðu á makaði, var að kaupa upp sjoppur, bílaverkstæði og smurstöðvar allt í kringum landið.

Forstjóri fyrirtækisins er sá sami og þá, Hermann Guðmundsson. Hann segir í viðtali við Bylgjuna í dag að olíufundur á Drekasvæðinu geti gert okkur Íslendinga að ríkustu þjóð í heimi.

Olían er reyndar lengst úti á rúmsjó og spurning að hvaða leyti hún er vinnanleg.

En samkvæmt viðskiptamódeli N1 ættum við nú þegar að hefjast handa við að skuldsetja okkur upp í rjáfur vegna þessarar björtu framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina