fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Passíusálmar og gyðingahatur

Egill Helgason
Föstudaginn 24. febrúar 2012 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur skýrir frá því að Simon Wiesenthal stofnunin í Los Angeles hafi haft samband við Pál Magnússon og mótmælt því að Passíusálmarnir séu lesnir í útvarp.

Vilhjálmur segir að Passíusálmarnir séu fullir af gyðingahatri:

„Þótt hatrið í Passíusálmunum sé frá því á 17. öld, er það samt sem áður gyðingahatur, og þó þessir sálmar séu nærri dýrkaðir í kirkjum Íslands í dag og árlega þuldir í útvarpi af leikum sem lærðum, guðhræddum sem guðleysingjum, eru þeir enn sem áður svæsið gyðingahatur. Hatrið og orðbragði í sálmunum fer reyndar langt fram yfir það sem t.d. íslenskir nasistar létu frá sér fara á prenti á 20. öld.

Nú er svo komið á Íslandi, að pólitísk rétthugsun, meira en annað, kemur fyrir að menn séu með ónot út í svarta menn, samkynhneigða, múslíma eða aðra minnihluta. En árlega á föstunni er útvarpað lestri sálma sem eru fullir af gyðingahatri. Þeir eru  lesnir með helgislepju og margir munu hlusta á þetta. Halda mætti að slepjan væri svo yfirgengileg, að menn hlusti aðeins á þetta með einu eyranu og séu ónæmir fyrir ljótu orðavali um gyðinga. En persónulega tel ég að þetta hatur seytlist inn í undirmeðvitund fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina