fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sandi Toksvig

Egill Helgason
Föstudaginn 17. febrúar 2012 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun tók ég viðtal við mjög áhugaverða konu fyrir Kiljuna.

Hún heitir Sandi Toksvig og er hingað komin til að afhenda Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna.

Toksvig er óhemju dugleg kona. Hún er grínisti, gamanleikkonna, höfundur barna- og fullorðinsbóka, útvarpskona, sjónvarpskona, dálkahöfundur.

Hún hefur líka setið í dómnefndum Orangeverðlaunanna, það eru verðlauns sem eru veitt fyrir bækur eftir konur og hafa öðlast mikla virðingu.

Toksvig hefur skrifað mjög áhugaverða barnabók sen nefnist Hitler´s Canary, hún fjallar um björgun danskra gyðinga á stríðsárunum. En hún var líka að leggja hönd á nýja fullorðinsbók sem fjallar um átök Breta og Hollendinga í Suður-Afríku í lok 19. aldar.

Hún stjórnar tveimur útvarpsþáttum hjá BBC, spurningaleiknum News Quiz og ferðaþættinum Excess Baggage. Hún heldur uppistandssýningar víða um Bretland, en að auki er hún fastagestur í sjónvarpsþætti Stephen Fry sem nefnist QI. Hún og Fry eru gamlir vinir, voru saman í Cambridge á sínum tíma.

Annars er Toksvig af dönskum ættum, faðir hennar var einn frægasti blaða- og útvarpsmaður Danmerkur og hét Claus Toksvig. Sandi er alin upp í Bandaríkjunum og Bretlandi, talar dönsku, en enska er þó hennar aðaltungumál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina