fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Skrítinn dagur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. febrúar 2012 22:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hefur verið ruglingslegur dagur fyrir íslenskt samfélag – og að sumu leyti raunalegur.

Ekki bara er kalt, blautt og dimmt úti, heldur finnst manni nánast eins og síðasti naglinn hafi verið rekinn í kistu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það ætlar að reynast henni afar dýrkeypt hvernig hún hefur alla tíð tregðast við að taka á skuldavanda heimilanna í landinu. Eiginlega er það óskiljanlegt, því hér eiga í hlut tveir flokkar sem kenna sig við jafnaðarstefnu og sósíalisma. Þeir gerðust hins vegar yfirmáta tæknikratískir þegar þeir komust að stjórn landsins.

Nú er ríkisstjórnin gerð afturreka með enn eitt útspilið – og það er engin furða þótt hlakki í andstæðingum stjórnarinnar. Þessi mál eru að ganga frá ríkisstjórninni – og kannski báðum stjórnarflokkunum líka.

Á sama tíma er haldið Viðskiptaþing. Fyrir fáum árum voru menn sammála um að Viðskiptaráð skyldi skammast sín vegna ýmissa hluta sem komu frá því á árunum fyrir hrun. Skýrsluna þar sem stóð að við værum fremri en Norðurlöndin, ruglið úr Frederick Mishkin, öll lögin sem ráðið fékk Alþingi og ríkisstjórn til að samþykkja.

En nú ber svo við að frá Viðskiptaþinginu heyrist sami frekju- og yfirlætistónninn og fyrir fáum árum – öll iðrun og auðmýkt er farin út í veður og vind og allt gleymt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis