fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Kastljóssviðtalið við Bjarna

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. febrúar 2012 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson komst þokkalega frá viðtali í Kastljósi í gær. Maður er reyndar efins um að viðtöl eins og þetta skili miklum árangri – þeir sem eru sannfærðir um ágæti viðmælandans halda áfram að vera það, þeir sem eru andsnúnir honum finna eitthvað til að styrkja viðhorf sín.

Það virðist vera nokkur lenska í viðtölum af þessu tagi að viðmælendur reyni að kenna fjölmiðlum um það sem þeim hefur mistekist – oft virkar það eins og tilraunir til að skjóta sendiboðann. En það er náttúrlega ákveðin tegund af þrætubókarlist.

Það þarf ekki að fara í grafgötur með að það var ákveðinn hópur fólks sem náði að koma fjármunum sínum í skjól fyrir hrunið. Það er ekki satt þegar sagt er að allir hafi vitað í hvað stefndi. Tugþúsundir Íslendinga töpuðu miklu fjármunum þegar bankarnir féllu og hlutabréfamarkaðurinn hrundi. Þeir voru í góðri trú – og tókst ekki að bjarga eigum sínum.

Sumir vissu meira en aðrir og fyrr en aðrir – og í þessu tilviki voru upplýsingarnar gulls ígildi. Í fæstum tilvikum er þetta saknæmt – ekki nema beinlínis sé um innherjaupplýsingar að ræða. Ég man að Benedikt Sigurðarson á Akureyri talaði um þetta í Silfrinu fyrir rúmri viku – um þetta verður í raun ekki deilt.

Það var að vísu nokkuð óheppilegt þegar Bjarni sagði í viðtalinu í gær að hann hefði notað peningana sem hann fékk þegar hann seldi bréf sín í Glitni til að koma þaki yfir fjölskyldu sína.

Á sama tíma stefndi nefnilega í hrun sem rændi stóran hluta þjóðarinnar húseignum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis