fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Marinó: Raunverulegt tap sjóðanna

Egill Helgason
Mánudaginn 6. febrúar 2012 23:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í dag að lífeyrissjóðirnir hefðu bara tapað 8 milljörðum króna.

Marinó Gunnar Njálsson skoðar tölurnar og kemst að nokkuð annarri niðurstöðu. Hann skrifar á blogg sitt:

„Ég verð að viðurkenna, að Gylfa Arnbjörnssyni er ekki sjálfrátt í villu sinni.  Ég spyr bara:  Hvað fékk maðurinn í stærðfræði í barnaskóla?

Hann heldur því fram samkvæmt frétt á visir.is, að sjóðirnir hafi í reynd ekki tapað nema 8 ma.kr.  Vegna þess að aðrar fjárfestingar, sem hann segir ekkert hverjar voru, gáfu 472 ma.kr. í tekjur, þá sé bara allt í lagi að 480 ma.kr. á öðrum!  Þessir 472 ma.kr. koma að mestu frá erlendum eignum lífeyrissjóðanna sem nánast tvöfölduðust í virði við fall krónunnar.

Ég segi nú bara að eins gott er að Gylfi skuli ekki miða við evrur, en þekkt er hvað hann er hrifinn af þeim gjaldmiðli.  Nefnilega samanborið við gengi evrunnar, þá er tap íslensku lífeyrissjóðanna nálægt því 8 ma. EUR þegar búið er að taka tillit til greiddra iðgjölda eftir hrun.

Í árslok 2007 námu eignir lífeyrissjóðanna 1.697 ma.kr. á gengi 31.12.2007 jafngilti þetta 18,5 ma.EUR.  Um síðustu áramót námi eignirnar 1.909 ma.kr. tökum frá þessu inngreidd iðgjöld árin 2009, 2010 og 2011 upp á um 70 ma.kr. árlega, þá standa eftir 1.699 ma.kr. eða 10,8 ma.EUR, þ.e. mismunur upp á 7,7 ma.EUR eða 41,6%. 

Nei, Gylfi, sjóðirnir töpuðu gríðarlegum upphæðum á hruninu, hvernig sem á það er litið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?