fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sinalco aftur til Íslands

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. febrúar 2012 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sinalco er merkur gosdrykkur, nokkuð gamall í hettunni. Sagður vera einn elsti gosdrykkur í Evrópu. Hann var fyrst settur á markað í Þýskalandi árið 1902, nafnið þýðir einfaldlega „án áfengis“, það er stytting latnesku orðunum sine alcohole.

Sinalco var vinsæll drykkur á Íslandi þegar ég var alast upp. Þegar ég komst svo á fullorðinsár var hann orðlagður fyrir að vera góður við þynnku. Svo hætti hann alveg að fást hérna líkt og fleiri góðir drykkir.

Canada Dry, Spur, Miranda.

Vinsælasta útgáfan af Sinalco er með léttu sítrusbragði, en það eru til margar aðrar tegundir – meira að segja kóladrykkur.

Sinalco kemur frá Þýskalandi eins og áður segir – má jafnvel velta fyrir sér hvort innrás þess á íslenskan markað tengist tilraunum Evrópusambandsins til að seilast til valda hér?

Eða hvað er að okkar íslenska kóki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar