fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Þáttaskil – innan VG?

Egill Helgason
Laugardaginn 21. janúar 2012 01:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í kvöld urðu þáttaskil“, skrifar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á Facebooksíðu sína í kvöld.

Hún skýrir þessi orð ekki nánar, maður hlýtur að spyrja í hverju þáttaskilin felast – því þetta er stórt orð.

Það sem gerðist í þinginu var að mörgu leyti fyrirsjáanlegt.

Sjálfstæðismenn greiddu allir atkvæði eins og búist hafði verið við. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn klofnuðu – innan beggja flokka hefur verið ágreiningur um Landsdóm. Hann kom fram þegar málið var afgreitt á sínum tíma. Það þarf ekki að koma sérstaklega á óvart að Össur hafi greitt atkvæði á móti frávísunartillögunni – hann hefur alltaf verið á móti þessari leið. Össur sat jú í ríkisstjórninni með Geir Haarde.

Stóru tíðindin felast í hughvarfinu sem hefur orðið meðal núverandi og fyrrverandi þingmanna Vinstri grænna: Ögmundar Jónassonar, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, Jóns Bjarnasonar, Atla Gíslasonar, Lilju Mósesdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar.

Nú verður sjálft málið tekið fyrir, þá verður beinlínis ákveðið hvort afturkalla skuli ákæruna á hendur Geir Haarde.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig atkvæðin falla í þeirri umferð, en það er ljóst að málið stendur tæpt í þinginu.

En það er ljóst að það er aðallega innan Vinstri grænna sem atburðir dagsins gætu valdið þeim þáttaskilum sem Svandís talar um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?