fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Vond aðstaða þingmanna

Egill Helgason
Laugardaginn 21. janúar 2012 00:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur setti þessa færslu inn á Facebook síðu sína. Þarna eru í hnotskurn gallarnir á landsdómsleiðinni sem Alþingi ákvað að fara:

„Áður en Rannsóknarnefndin skilaði Alþingi skýrslu sinni í apríl 2010 og þingmannanefndin var skipuð var margsinnis á það bent í opinberri umræðu að ef til þess kæmi að taka þyrfti afstöðu til þess hvort kæri ætti ráðherra eða ekki þá væri fráleitt að setja þingmenn í þá aðstöðu að taka ákvörðun um að ákæra eða ákæra ekki fyrrum samstarfsmenn sína, félaga og vini til margra ára. Mörgum var ljóst að annmarkar eru á lögunum um Landsdóm. Viðbrögð frá þinginu voru hins vegar þau á þessum tíma að Alþingi myndi rísa undir þessar ábyrgð og lítill vilji var til að ræða það enda talið að með því væru þingmenn að lýsa yfir vantrausti á sjálft Alþingi. Nú hefur komið á daginn að Alþingi rís ekki undir þessari ábyrgð. Alþingi getur ekki unnið eftir eigin lögum! . Alþingismenn hafa ekki hirt um að gera breytingar á lögunum um Landsdóm þó tækifærin til þess hafi verið mörg. Til er sú kenning að það hafi verið með ráðum gert því ef til þess kæmi að það reyndi á þessi lög þá væri hægt að ónýta málið með því móti sem þingið er að gera nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?