fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Skodi ljóti

Egill Helgason
Föstudaginn 20. janúar 2012 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mynd hér neðar á síðunni sést í afturljósið á bíl fjölskyldu minnar frá því árið 1965.

Þetta var Skoda Octavia, að ég held árgerð 1963. Fjölskyldan átti ekki marga bíla, en ég man ekki til þess að neinn hafi verið sérlega stoltur af Skodanum.

Í sumum fjölskyldum voru bara keyptir austantjaldsbílar, það var vegna pólitískrar sannfæringar og kannski verðs líka, en bíllinn sem leysti Skodann af hólmi var Volkswagen bjalla. Ég hygg að framleiðsluland hennar hafi staðið nær pólitískum skoðunum á heimilinu.

Fjölskylda vinar míns keyrði um á Ford Bronco. Mig langaði mikið í svoleiðis bíl. Enn fæ ég sting í magann þegar ég sé Bronco-jeppa.

Ekki man ég hverjar lyktir Skodans urðu, hann var oft bilaður, en eitt sinn gerðist það að ekið var aftan á bílinn á Laugaveginum, svona sirkabát þar sem sjónvarpið var til húsa.

Eða það minnir mig.

Það vildi svo einkennilega til að bíllinn sem ók á okkur var líka Skoda Octavia, af svipaðri árgerð, en ökumaðurinn var Vilborg Harðardóttir, móðir Marðar Árnasonar.

(Og ef ég er spurður af hverju ég sé að blogga um akkúrat þetta þá hygg ég að svarið sé flótti undan veruleikanum á Íslandi 20. janúar 2012.)

Skoda Octavia árgerð 1963. Fjölskyldubíllinn var þessarar gerðar, en hvítur að lit. Hann var ekki ljótur, en viðurnefnið Skodi ljóti festist á þessar bifreiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 19 klukkutímum
Skodi ljóti

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?