
Í frétt Ríkisútvarpsins frá því í gær segir að álver í Helguvík sé ekki fjármagnað. Norðurál hefur þurft að greiða HS Orku og OR stórfé vegna vanefnda á orkukaupum.
Það er ekki ljóst hvaðan orkan á að koma í álverið, Landsvirkjun lýsir því yfir í dag að ekki sé þýstingur frá stjórnvöldum á Landsvirkjun að hún útvegi orku í álverið, Landsvirkjun starfi algjörlega á viðskiptalegum forsendum.
Er þá kannski eitthvað lengra í að þessi stóriðja rísi með tilheyrandi innspýtingu í hagkerfið en látið var í veðri vaka fyrir kosningar?
Landsvirkjun var búin að gera samninga við Rio Tinto um að útvega orku vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Nú verður bið á þeirri stækkun, enda eru horfur í áliðnaði ekki góðar. Líklega er Rio Tinto skaðabótaskylt gagnvart Landsvirkjun – og auðvitað er hugsanlegt að nota orkuna sem þar nýtist ekki annars staðar.
Kannski í Helguvík?