fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Hvað er langt í næstu stóriðjuframkvæmdir?

Egill Helgason
Föstudaginn 7. júní 2013 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt Ríkisútvarpsins frá því í gær segir að álver í Helguvík sé ekki fjármagnað. Norðurál hefur þurft að greiða HS Orku og OR stórfé vegna vanefnda á orkukaupum.

Það er ekki ljóst hvaðan orkan á að koma í álverið, Landsvirkjun lýsir því yfir í dag að ekki sé þýstingur frá stjórnvöldum á Landsvirkjun að hún útvegi orku í álverið, Landsvirkjun starfi algjörlega á viðskiptalegum forsendum.

Er þá kannski eitthvað lengra í að þessi stóriðja rísi með tilheyrandi innspýtingu í hagkerfið en látið var í veðri vaka fyrir kosningar?

Landsvirkjun var búin að gera samninga við Rio Tinto um að útvega orku vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Nú verður bið á þeirri stækkun, enda eru horfur í áliðnaði ekki góðar. Líklega er Rio Tinto skaðabótaskylt gagnvart Landsvirkjun – og auðvitað er hugsanlegt að nota orkuna sem þar nýtist ekki annars staðar.

Kannski í Helguvík?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina