
Ríkisútvarpið í Tyrklandi segir lítið frá því þótt fjöldamótmæli séu á götum og torgum í Istanbul.
Það hentar ekki stjórnvöldum.
Ríkisútvarpið á Íslandi flutti ítarlegar fréttir af búsáhaldabyltingunni í Reykjavík.
En miklar skammir hefur það fengið fyrir frá valdhöfum þess tíma, og þá ekki síst í Reykjavíkurbréfum og Staksteinum.
Hefði það kannski átt að þegja eins og í Tyrklandi?