

Lesandi síðunnar sendi þessar línur.
— — —
Ég hef skoðað umræðuna um siglingaleiðir um Norðurskaut, en hér á
Íslandi virðist mikill spenningur fyrir því að við munum senn fá
bullandi bisness vegna þess að NA-leiðin opnist brátt.
En þegar málið er skoðað er satt að segja afar ólíklegt að þar verði
einhver skipaumferð að ráði – fyrr en kannski eftir 50 ár eða meira.
Þó svo ísinn virðst vera að þynnast og hopa, telja þeir sem málið
þekkja best að leiðin muni í mesta lagi opnast í stuttan tíma
síðsumars fyrir sérútbúin skip. Áhættan að fara leiðina verði mikil og
það sé óralangt í að þetta verði algeng siglingaleið. Talið hér á
landi, eins og þetta sé allt að galopnast, sé tómt bull. Soldið
týpiskt íslenskt.
Sömu menn telja að miklu nær okkur í tíma, sé að olíuvinnsla hefjist
t.d. við strendur A-Grænlands. Þar er talin vera talsvert mikil olía i
jörðu og að þetta sé mun álitlegra svæði en t.d. Drekasvæðið. Vinnslan
við A-Grænland myndi þýða talsverða skipaumferð og sölu á þjónustu. En
jafnvel slík starfsemi er ennþá í fjarlægri framtíð. Kannski svona
20-30-40 ár.
M.ö.o. þá eru meint æpandi tækifæri Íslands vegna Norðurslóða ennþá
barasta meira í takt við vísindaskáldskap en raunveruleika.