fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Kirkjur, Mazen, Útlagi og Klaustrið á Skriðu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. mars 2013 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld höldum við áfram umfjöllun um bókaflokkinn Kirkjur Íslands.

Að þessu sinni skoðum við tvö verk eftir Guðjón Samúelsson, Landakotskirkju og Laugarneskirkju. Leiðsögumaður okkar er Pétur H. Ármansson arkitekt.

Kirkjurnar eru mjög ólíkar, Landakotskirkja í gotneskum stíl, með þjóðlegu ívafi, steinsteypt sem þótti mjög óvenjulegt. Laugarneskirkja í fúnkísstíl. En báðar kirkjurnar standa mjög fallega í borgarlandslaginu, Landakotskirkja gnæfir efst á hæð en Laugarneskirkja hefur í kringum sig mikið torg.

Við fáum í þáttinn ljóðskáldið Mazen Maarouf. Hann er Palestínumaður, sem hefur verið flóttamaður  í Líbanon allt sitt líf, en hefur undanfarin misseri notið hælis á Íslandi. Ljóð Mazens hafa verið þýdd á ýmis tungumál, en hann hefur að auki þýtt íslenska höfunda yfir á arabísku. Reynsla hans er mjög ólík þeirri sem við eigum að venjast – Mazen hefur enga pappíra, borgaraleg réttindi né þá vernd sem við myndum telja að rithöfundar þyrftu að hafa.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Útlaga eftir Jakob Ejersbo og Klaustrið á Skriðu eftir Steinunni Kristjánsdóttur. Síðarnefnda bókin fékk Fjöruverðlaunin um daginn.

En Bragi er á sínum stað.

748px-Reykjavik_rc_Cathedral

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina