fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Ekki er öll vitleysan eins – og fordómarnir

Egill Helgason
Föstudaginn 1. mars 2013 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi mynd birtist á síðu sem nefnist Mótmælum mosku á Íslandi.

Þar birtist margt furðulegt og fáránlegt – og ekki allt undir nafni.

En með myndinni stendur.

„Þetta er það sem hinn helsjúki íslamski hugsunarháttur og heilaþvottur framleiðir.“

Túlkunin var sú að þarna væri verið að ata kristna menn blóði.

Glöggur maður fór að skoða myndina.

Hann komst að því að hún sé frá Kazhakstan. Þarna er töfralæknir – shaman – að framkvæma einhvers konar hreinsunarathöfn. Fólkið undirgengst hana af fúsum og frjálsum vilja. Íslam er þetta örugglega ekki, kannski eitthvað fornara.

Við sjáum að sauðkindin leikur hlutverk í þessari athöfn. Á Íslandi er átrúnaður á sauðkindina einnig mjög útbreiddur.

En eins og bent er á, þá er í raun bara ástæða til að kenna í brjósti um kindina – aðrir taka þátt sjálfviljugir.

542814_486827281367174_1683979767_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina