fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Læknir: Langvarandi óábyrg stjórn heilbrigðismála

Egill Helgason
Mánudaginn 11. febrúar 2013 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Ari Arason læknir hefur skrifað margar merkilegar greinar um heilbrigðisþjónustuna og kannski er kominn til að hlustað sé betur á hann. Vilhjálmur var í viðtali í Silfri Egils í vetur.

Í nýjum pistli dregur hann saman efni úr fyrri greinum, kjarninn í gagnrýni Vilhjálms er að heilbrigðisþjónustan sé rangt upp byggð, miðstýringin sé alltof mikil, sjúklingar leiti á náðir sjúkrahúsa meðan heilsugæslan er á algjörum hrakhólum, illa mönnuð og illa fjármögnuð.

Vilhjálmur skrifar:

„Mikil umræða fer nú fram um að heilbrigðiskerfið sé að molna, líka hjá stjórnmálamönnunum og er það nýtt. Mikilvæg umræða sem hefur kraumað í töluverðan tíma, en verið haldið niðri af stjórnvöldum og sem ég hef m.a reynt að gera grein fyrir hér á blogginu mínu og víðar. Sameining spítalana í nafni hagræðingar upp úr aldamótunum og sameining heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu stuttu síðar ber þar hæst, en einnig ábendingar um léleg kjör og lélega mannauðsstjórnun. Allt frá sameiningu spítalana hefur okkur læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki verið stillt upp við vegg í nafni hagræðingar og sparnaðar, á kostnað faglegs metnaðar og gæða. Sl. áratug hefur unglæknum þannig stöðugt fækkað m.a. á gólfi slysadeildar og reyndari og gamlir læknar verið látnir draga vagninn af vaxandi þunga. Um síðustu helgi t.d. var enginn unglæknir í vinnu á göngudeild slysadeildar. Aðeins 4 jálkar, þar sem ég var yngstur. Á deild sem áður státaði sig af að vera besta kennslustofnun landsins fyrir unglækna og sem þurfa að geta bjargað sér einir við erfiðar aðstæður síðar, m.a úti á landi. Deild sem enginn unglæknir vildi missa af, reynslunnar vegna. Flestir stefna nú hins vegar á útlönd, svo fljótt sem verða má, og mikill atgerfisflótti er brostinn á meðal ungra sérfræðilækna. Heilsugæslan getur ekki lengur unnið eftir alþjóðlegum viðmiðum, mikill skortur er á heimilislæknum og vaktþjónustan á höfuðborgarsvæðinu margföld miðað við það sem þekkist í nágranalöndunum. Af þessu tilefni og væntanlegri umræðu á Alþingi vil ég aðeins rifja upp söguna með nokkrum gömlum innslögum, ekki til gamans heldur af nauðsyn. Stjórnmálamennirnir mega nefnilega hafa skömm fyrir hvernig þeir hafa staðið sig hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina