fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Tryggvi í nýliðaval NBA

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. apríl 2018 16:02

Tryggvi Hlinason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Hlinason,  sem spilar með spænska liðinu Valencia hefur ákveðið að gefa kost á sér í nýliðaval NBA deildarinnar í sumar. Tryggvi, sem er miðherji og 216 sentimetrar á hæð, er ættaður úr Bárðardalnum í Suður Þingeyjasýslu og hóf að spila körfuknattleik árið 2014 með Þór á Akureyri. ESPN greinir frá þessu.

Tryggvi var í viðtali hjá DV í ágúst síðastliðnum og þar sagðist hann ekkert hafa stundað íþróttir að ráði sem barn heldur fengist við sveitastörfin. „Ég æfði aldrei körfubolta þótt ég hafi kannski skotið eitthvað smá á körfu í íþróttatímum. Ég hafði því aldrei æft skipulega neina íþróttagrein þegar ég flutti til Akureyrar og hóf námið. Ég fylgdist ekki einu sinni neitt sérstaklega með körfubolta, ég fylgdist með landsliðunum þegar verið var að sýna leiki í sjónvarpinu og helst handboltanum.“

Tryggvi stóð sig frábærlega á evrópumeistaramótinu undir 20 ára síðasta sumar. Þar skoraði hann 16 stig, tæplega 12 fráköst og varði 3 bolta að meðaltali í leik á 33 mínútum. Hann samdi við Valencia síðasta sumar en hefur ekki fengið að spila nægilega mikið með liðinu.

Núna er hann í 75. sæti á lista ESPN yfir 100 efnilegustu leikmenn heims. Búist er við því að hann verði valinn í annarri umferð nýliðavalsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku