fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Dauðvona maður hringdi í lögregluna – Sagði loks frá hvað hann geymdi í kassa uppi á háalofti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 22:00

Othello and Desdemona. Mynd/FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1988 var málverkinu Othello and Desdemona eftir Marc Chagall stolið frá Ernest og Rose Heller sem bjuggu á Manhattan í New York. Rannsókn lögreglunnar bar engan árangur á sínum tíma en nýlega fannst málverkið. Það var eldri maður sem hringdi í lögregluna og skýrði frá því að málverkið væri í kassa uppi á háalofti heima hjá honum.

CNN skýrir frá þessu. Samkvæmt dómsskjölum komst maðurinn yfir málverkið í lok níunda áratugarins eða byrjun þess tíunda. Þá setti maður, sá sem stal málverkinu, sig í samband við manninn og bað hann um að aðstoða sig við að selja það til aðila sem tilheyrðu búlgörskum glæpahópum. Þegar maðurinn var búinn að finna kaupanda komst hann að því að þjófurinn ætlaði að svíkja hann um umsamdan hlut af kaupverðinu. Hann tók því málverkið í sína vörslu og síðan var það geymt í kassa uppi á háalofti.

Hann reyndi nokkrum sinnum að selja galleríeiganda í Washington DC málverkið en sá var fullur grunsemda þar sem engin uppruna- eða eigendaskjöl fylgdu málverkinu og því varð aldrei neitt úr því að málverkið væri selt.

Maðurinn, sem var með málverkið í sinni vörslu, er nú 72 ára og dauðvona. Samkvæmt dómsskjölum setti hann sig í samband við FBI þar sem hann óttaðist um afdrif málverksins eftir dauða sinn. Hann verður ekki ákærður í málinu þar sem málið telst löngu fyrnt.

Þjófurinn slapp hins vegar ekki undan löngum armi laganna og hlaut á sínum tíma fangelsisdóm fyrir þjófnaðinn.

Ernest og Rose Heller eru bæði látin en þau voru miklir listsafnarar og var miklum verðmætum stolið frá þeim umrætt sinn.

Málverkið verður boðið upp á næstunni en það er frá 1911 og er verðmæti þess talið vera tæplega ein milljón dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar