fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Nöfnin þvælast ekki fyrir börnunum þegar þau flytja til útlanda

Egill Helgason
Mánudaginn 21. desember 2015 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannanir hafa sýnt að stór hluti íslenskra ungmenna getur hugsað sér að flytja úr landi og taka sér bólfestu erlendis.

Í könnun sem var birt fyrr á þessu ári sagði að helmingur ungmennanna vildi helst búa í útlöndum. Þetta er athyglisvert.

Nú má jafnvel álykta að foreldrar séu á þeim buxunum að hjálpa unga fólkinu að komast út, að minnsta kosti ef marka má þróun íslenskra mannanafna.

Nöfnin sem foreldrar gefa börnum og eru vinsælust eru þau sem eru alþjóðlega gjaldgeng – já, alveg óíslensk. Nöfnin þvælast semsagt ekki fyrir börnunum ef þau flytja til útlanda.

Vinsælustu drengjanöfnin eru Aron, Alexander og Viktor, en vinsælustu stúlknanöfnin eru Margrét, Anna og Emma.

Þetta er miklu auðveldara en að þurfa til dæmis að segja útlendingum að maður heiti Egill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt