fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Tsipras og ESB-elítan

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. júlí 2015 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexis Tsipras hefur einungis verið forsætisráðherra Grikklands síðan í janúar. Hann er formaður nýs stjórnmálaflokks sem nefnist Syriza, flokkurinn hefur verið kenndur við „nýtt vinstri“, það er að rísa víða í Evrópu á sama tíma og flokkar sósíaldemókrata eru hugmyndafræðilega gjaldþrota og lagstir í teknókratisma eftir tíma manna eins og Tonys Blair og Gerhards Schröder.

Að nokkru leyti má segja að hin snögga framrás forsetaefnisins Bernies Sanders í Bandaríkjunum rími við uppgang nýs vinstris í Evrópu. Ótrúlegur kraftur hefur færst í baráttu Sanders sem þiggur enga peninga frá auðfyrirtækjum eða bönkum – hann talar hvarvetna fyrir fullum húsum.

Alexis Tsipras mátti sitja undir skammarlegri ræðu á Evrópuþinginu í gær frá fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu,manni að nafni Guy Verhofstadt. Hann er einn af holdgervingum Evrópusambands sem hefur gleymt hugsjónum sínum og liggur flatt fyrir fjármálaöflunum. Annar er Jean-Claude Juncker – fulltrúi sjálfrar skattaparadísarinnar í Lúxemborg. Allt sem hann gerir virkar hjárænulegt, líka þegar hann situr á ljómandi skemmtilegum fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Þessum mönnum er meinilla við Tsipras og hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að losna við hann. Þeir óttast að hreyfingar eins og Syriza kunni að rísa upp víðar í Evrópu. Á Spáni höfum við Podemos og að vissu leyti má segja að framrás Pírata á Íslandi sé af sama meiði.

Tsipras talaði með mestu ró á Evrópuþinginu þótt hann sæti undir skammarflaumnum frá Belganum, ræða hans var mjög hófstillt. Hann var heldur ekkert að bera í bætifláka fyrir spillta stjórnmálamenningu í Grikklandi, enda er Syriza ekki hluti af henni, heldur í raun andsvar við henni, ekki síst af hálfu ungs fólks. Tsipras er í raun óskoraður leiðtogi Grikklands eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um síðustu helgi:

Ég er ekki einn þeirra stjórnmálamanna sem held því fram að „vondir útlendingar“ séu ábyrgir fyrir vanda þjóðar minnar. Grikkland er á barmi gjaldþrots vegna þess að fyrri stjórnir í Grikklandi skópu ríki sem byggir á fyrirgreiðslupólitík, þær iðkuðu spillingu og studdu hana, þær umbáru eða studdu samkrull stjórnmála og auðugrar elítu, og skattaundanskot voru látin átölulaus þótt um gríðarlegar fjárhæðir væri að ræða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins