
Skrípaleikurinn vegna álvers á Skaga heldur áfram.
Það hefur verið upplýst að orka fyrir álverið sé ekki til, að þessu standa aðilar sem eru langt í frá traustvekjandi, það er tæplega hægt að taka þá alvarlega, og þess utan er offramboð á áli í heiminum og álverð afar lágt. Nær óhugsandi er að slíkt álver muni geta greitt raforkuverðið sem þarf til að dæmið borgi sig.
Fyrir hvern er þetta leikrit sett upp? Forsætisráðherra lætur mynda sig á fundi þar sem þessar hugmyndir eru tilkynntar og nú stekkur utanríkisráðherrann á vagninn, það sem hann segir stenst enga skoðun.
Er furða að pólitísk umræða á Íslandi sé erfið þegar við erum að elta svona mýrarljós?