fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Grikklandsaðstoðin rann til evrópska banka

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. júlí 2015 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoski hagfræðingurinn Mark Blyth var gestur hjá mér í Silfri Egils á sínum tíma. Hann er prófessor við Brown University í Boston. Blyth er einn af þeim sem hefur verið mjög gagnrýninn á aðhald- og niðurskurð sem ræður ríkjum í heiminum eftir kreppuna 2008. Þetta sætir náttúrlega vaxandi gagnrýni, en Blyth er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að svelta sig úr úr kreppuástandi. Það hljóma reyndar eins og mjög einföld sannindi.

Blyth skrifar um Grikklandskrísuna í hið virta tímarit Foreign Affairs. Þetta er afar skilmerkileg grein og eiginlega skyldulesning fyrir alla sem vilja skilja hvað er á seyði. Blyth segir að rætur vandans liggi í gerð evrópska bankakerfisins sem dældi út ódýrum lánum á árunum eftir að evran var tekin í notkun.

Lánabækur stórra evrópskra banka þöndust út, Grikkland var ekki stórt í þessum samanburði, en þegar kom upp hætta á að Grikkir gætu ekki borgað skuldir sínar fékk landið tvívegis skuldabjörgun, 2010 og 2014. En mestallt þetta fé fór beint í gegnum Grikkland og til evópsku bankanna – í raun var Grikkland bara eins og leiðsla til að koma peningum þangað inn.

Af 250 milljörðum evra sem hafa farið til Grikklands, segir Blyth,  hafa einungis 27 milljarðar farið í að halda gríska ríkinu gangandi. 90 prósent af „lánunum“ fóru annað. Hefðu Grikkir fengið þessa peninga væri atvinnuleysið auðvitað ekki 50 prósent meðal ungs fólks.

Blyth segir að kominn sé tími til að stjórnendur Evrópusambandsins viðurkenni þetta, að fjármunirnir sem um er að tefla hafi ekki farið til hinna „lötu“ Grikkja heldur til banka sem á endanum hafi grætt á öllu saman. Þá geti menn kannski losnað undan oki umræðu sem teflir meintum siðferðisstyrk Þjóðverja gegn spillingu Grikkja. Blyth er ekki vongóður um þetta, og segir að Evrópski seðlabankinn sé farinn að brjóta sínar eigin reglur þegar hann láti eins og handrukkari gagnvart Grikkjum og neiti að láta þá fá reiðufé – og setji þar með sjálfa Evrópuhugmyndina í uppnám.

CJUzb5nWEAA-YFr

Evrópuhugsjónin í uppnámi, forsíða Bild Zeitung, útbreiddasta blaðs Þýskalands. Sorglegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins