fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Samstaða í Grikklandi, Varoufakis rekinn, en kommar og fasistar á móti

Egill Helgason
Mánudaginn 6. júlí 2015 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil dramatík í grískum stjórnmálum. En hið stóra nei er að kalla fram samstöðu meðal Grikkja sem kemur nokkuð á óvart. Stjórnmál hér eru mjög hatrömm og heift milli fylkinga. Það er jafnvel talað um að þjóðstjórn gæti verið í burðarliðnum.

Alexis Tsipras er búinn að reka fjármálaráðherrann, Yannis Varoufakis – þótt hann hafi fengið færi til að segja af sér fyrst. Þetta er ekki bara sökum þess að ráðamenn í Evrópu eiga erfitt með að höndla Varoufakis, semsagt friðþæging, heldur vegna þess að Varoufakis sagði í viðtali við Daily Telegraph að Grikkir gætu farið að gefa út einhvers konar skuldaviðurkenningar í næstu viku.

Þá var Tsipras nóg boðið – samband hans og Varoufakis hefur verið fremur stirt.

Nú er jafnvel talað um þjóðstjórn í Grikklandi, formenn annarra flokka eru að fylkja sér að baki Tsipras og tillögum sem hann mun leggja fyrir Evrópusambandið. Tíminn er naumur, því gríska banka- og greiðslukerfið er við það að falla alveg saman.

Antonis Samaras, formaður gríska Sjálfstæðisflokksins, Nea Demokratia, studdi já-ið, hann er nú búinn að segja af sér. Nea Demokratia styður nú Tsipras, sem og gamli sósíaldemókrataflokkurinn Pasok og evrópusinnaði miðjuflokkurinn Potami.

Tveir flokkar eru svo á hliðarlínunni, gamli kommúnistaflokkurinn KKE og hægriöfgaflokkurinn Gyllt dögun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins