
Bernie Sanders er besti forsetaframbjóðandi sem hefur sést í Bandaríkjunum um langa hríð. Hann talar enga tæpitungu, notar ekki spuna, svarar beint og án útúrsnuninga. Fylgi við Bernie Sanders fer mjög vaxandi og mikil aðsókn er að fundum hjá honum. Hann er alvöru, ekki gervi.
Bernie talar gegn ójöfnuði, ofurvaldi fjármálastofnana og stórfyrirtækja – sem í reynd eiga stjórnmálamenn með húð og hári. Því miður er keppinautur hans innan Demókrataflokksins, Hillary Clinton, dæmigerð fyrir þessa tegund af pólitíkusum.
Sanders talar líka gegn þeirri skuldaáþján sem nútíma fjármálakerfi leggja á fólk og þjóðir – skuldirnar eru orðnar alltumlykjandi enda framleiða fjármálastofnanir stöðugt peninga í formi skulda. Allir vita líka að stór hluti þessara skulda verður aldrei greiddur aftur.
Bernie Sanders segist vera sósíaldemókrati að skandinavískri fyrirmynd. Hann heldur reyndar uppi gildum sem margur kratinn á Norðurlöndunum virðist vera búinn að gleyma.
Kveðja Sanders til Grikkja á tíma hins stóra neis er í anda þessa. Hann óskar grískum almenningi til hamingju með að segja nei við meiri niðurskurði gegnvart fátæku fóki, börnum, sjúklingum og gamalmennum. Í heimi þar sem ójöfnuður er orðinn gríðarlegur þurfi Evrópa að hjálpa Grikkjum að byggja upp hagkerfi sem skapar fleiri störf og betri laun, en ekki meiri atvinnuleysi og þjáningar.
I applaud the people of Greece for saying ‘no’ to more austerity for the the poor, the children, the sick and the elderly.
“In a world of massive wealth and income inequality Europe must support Greece’s efforts to build an economy which creates more jobs and income, not more unemployment and suffering.