fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

InDefence – helst út um allan heim

Egill Helgason
Föstudaginn 3. júlí 2015 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

InDefence eru einhver merkilegustu grasrótarsamtök sem hafa starfað á Íslandi – og þótt víðar væri leitað.

Barátta InDefence hefur fyrst og fremst verið gegn ofurvaldi fjármálaaflanna – sem samfélög nútímans undirgangast af furðulegu rænuleysi.

Samtökin beittu sér í Icesave-málinu og svo aftur gegn þjónkun við kröfuhafa föllnu bankanna.

En það er merkilegt með þessi samtök að vinstri hreyfingin á Íslandi viðurkennir þau varla. Samt ættu þau auðvitað að hafa yfir sér hetjuljóma í augum vinstrisins. Víða erlendis er vitnað í þessa baráttu, til dæmis í Grikklandi, en hér heima heyrist oft að það sé tómur misskilningur.

Líklega á þetta tvær skýringar, InDefence barðist gegn ákvörðunum sem teknar voru af ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms – meintri vinstri stjórn þeirra – og samtökin þvældust fyrir draumum Samfylkingarinnar um Evrópusambandsaðild. Fátt fór verr með Evrópusambandsumsóknina en einmitt baráttan gegn Icesave.

Nú horfum við á hvernig fjármálavaldið ræður lögum og lofum í Evrópu. Meira að segja Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er farið að blöskra. Fjöldi virtra hagfræðinga stígur fram og segir að svona geti þetta ekki gengið. Við þetta verður maður þakklátur fyrir baráttu InDefence á Íslandi. Líklega þyrftu fleiri lönd svona samtök til að verjast fjármálavaldinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins