fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við verndarstefnu – Segir hana geta grafið undan alþjóðahagvexti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 18:00

Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að ríkisstjórnir verði að halda sér frá verndarstefnu í öllum myndum. Hið fjölbreytta viðskiptakerfi sem er við lýði hafi átt sinn þátt í að þeim sem lifa í mikilli fátækt hefur fækkað um helming. Á móti muni verndarstefna og viðskiptahindranir koma í veg fyrir að framleiðni aukist.

Hún hvetur ríki heims til að opna enn frekar fyrir alþjóðaviðskipti með því að endurbæta eigin framkvæmd í þeim efnum í stað þess að reisa nýja viðskiptamúra. Ekki er annað hægt en að skilja orð hennar á þann veg en að hún sé að vara Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við en hann hefur hrundið viðskiptastríði af stað við Kína.

Lagarde segir að það sé misskilningur að líta á óhagstæðan viðskiptajöfnuð sem sönnun þess að um ósanngjarnt viðskiptakerfi sé að ræða. Trump hefur margoft haldið þessu fram og þá sérstaklega í tengslum við mikinn viðskiptahalla Bandaríkjanna gagnvart Kína.

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur færst í aukana síðan Trump lagði háa tolla á stál og ál frá Kína og nokkrum öðrum ríkjum. Kínverjar svöruðu að bragði með að leggja tolla á rúmlega 120 bandarískar vörur. Þessu svaraði Trump með að kynna lista með 1.300 vörum frá Kína sem verða tolllagðar sérstaklega. Þessu svöruðu Kínverjar með því að segja að tollar kunni að verða lagðir á rúmlega 100 bandarískar vörur til viðbótar. Þetta hefur valdið titringi í viðskiptaheiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar