fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Þjófurinn gekk í jarðarberjagildruna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem leggja afbrot fyrir sig verða að vera undir flest búnir og verða alltaf að búast við að dyr geti lokast að baki þeim. Það var einmitt það sem gerðist þegar tvítugur þjófur lét enn einu sinni til skara skríða í sölubás jarðarberja á norðanverðu Jótlandi í Danmörku.

Maðurinn hafði margoft stolið peningakassanum úr sölubásnum en hann er ómannaður. Treyst er á heiðarleika fólks og að það greiði fyrir jarðarberin þegar þau eru tekin úr sölubásnum. Peningakassi er í sölubásnum og setja viðskiptavinir peninga í hann og greiða sjálfum sér til baka ef þeir eru ekki með rétta upphæð handbæra.

Eigandi sölubássins var orðinn þreyttur á þessum sífelldu þjófnuðum og lá í leyni dag einn þegar þjófurinn kom. Þegar þjófurinn fór inn í sölubásinn brást eigandinn snarlega við og skrúfaði plötu fyrir dyrnar þannig að þjófurinn komst ekki út aftur. Samverkamaður þjófsins lagði þá á flótta í bíl en var greinilega í svo miklu uppnámi að hann ók út af veginum. Hann lagði þá á flótta á hlaupum en ekki gekk það betur en svo að lögreglan náði honum og handtók.

Því næst komu lögreglumenn að sölubásnum og handtóku innilokaða þjófinn. Nordjyske segir að hann hafi nú verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa fjórum sinnum stolið úr peningakassanum í sölubásnum auk misheppnaða þjófnaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“