fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Stefnir í að meirihlutinn verði með formennsku í öllum fastanefndum þingsins

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari
Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Allt stefnir í að stjórnarmeirihlutinn verði með formennsku í öllum átta fastanefndum þingsins. Líkt og greint hefur verið frá stóð til að meirihlutinn fengi sex formenn af átta, Sjálfstæðisflokkurinn með fimm og Viðreisn og Björt framtíð skipti með sér einni nefnd. Sjálfstæðisflokkurinn setti skilyrði um að Lilja Alfreðs­dótt­ir vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, yrði for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar. Þetta staðfesti Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu í dag. Stjórnarandstaðan féllst ekki á það skilyrði þrátt fyrir að vera sammála um að skipta formennsku í þremur nefndum niður á Vinstri græna, Pírata og Framsóknarflokkinn.

Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir það óþægilegt að Sjálfstæðisflokkurinn setji skilyrði um hvaða flokkur og þingmaður gegni formennsku í fastanefnd, það eigi minnihlutinn að gera í samstarfi. Birgitta ræddi um málið ásamt Birgi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, sagði hún að á einhverjum tímapunkti í viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu um málið hafi einhverjir baksamningar átt sér stað:

Í raun og veru það sem var furðulegast við þetta var að Sigurður Ingi kemur inn á þennan sameiginlega fund, Þórunn var erlendis, og kemur inn í þessar samningaviðræður og segir mjög skírt að Framsóknarflokkurinn hafi ekki áhuga á efnahags- og viðskiptanefnd til þess að hægt sé að hafa samkomulag milli minnihlutaflokkanna og leggur því til að þeir taki við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd,

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Eyjan/Gunnar
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Eyjan/Gunnar

sagði Birgitta. Birgir segir að líta þurfi á heildarmyndina, hnútur hafi verið kominn á viðræðurnar og allt útlit hafi verið fyrir að ekki næðist samkomulag þegar Framsóknarflokkurinn kom með hugmyndina um að Lilja yrði formaður efnahags- og viðskiptanefndar:

„…hugmynd Framsóknar, að þeir kæmu með kandídat í efnahags- og viðskiptanefnd. Við sögðum Já, ókei. Þetta er eitthvað sem við getum hugsað okkur að fallast á,“

sagði Birgir. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær að niðurstaðan í málinu hafi orðið til vegna innbyrgðis ágreinings í stjórnarandstöðunni.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást