fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Bjarni skýtur fast á Pírata: Gátu þeir ekki unnt Framsókn að leiða mikilvæga nefnd?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd/EPA
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd/EPA

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana hafa verið tilbúna að fela stjórnarandstöðunni forystu í fleiri nefndum en dæmi er um. Innbyrðis ágreiningur innan stjórnarandstöðu hafi hins vegar orðið til þess að stjórnarmeirihlutinn fékk allar formennskurnar.

„Vegna frétta af skipan nefnda Alþingis og umræðunnar um skort á samráði um þau mál er rétt að taka eftirfarandi fram: Stjórnarflokkarnir lögðu upp með það í samtali við stjórnarandstöðuna að líkt og gilti á síðasta kjörtímabili væri gengið út frá því að stjórnarflokkar færu með meirihluta í nefndum en tveimur nefndum yrði stýrt af stjórnarandstöðu. Gengið var út frá því að það yrðu sömu nefndir og stjórnarandstaðan stýrði á síðasta kjörtímabili, þ.e. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd annars vegar og velferðarnefnd hins vegar,“ segir forsætisráðherra í færslu á fésbók.

„Þegar fundir um þessi mál áttu sér stað í aðdraganda þingsetningar kom fram sá eindregni vilji stjórnarandstöðu að ná samkomulagi um þriðju nefndina og eins var óskað eftir því að samið yrði um fyrstu varaformennsku í nefndum. Það skal tekið fram að fyrir lá í þessum samtölum að nefndunum tveimur yrði stýrt af Vinstri-grænum og Pírötum (tveir stærstu flokkarnir í stjórnarandstöðu). Kæmi til þess að samið yrði um þriðju formennskuna þá yrði það til að tryggja að Framsókarflokkurinn færi fyrir einni nefnd (þriðji stærsti flokkurinn).

Þessi samtöl þróuðust með þeim hætti að Framsóknarflokkurinn sóttist eftir eftir formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd. Af hálfu stjórnarflokkanna var það samþykkt.

Með þessu höfðu stjórnarflokkarnir fallist á að fela stjórnarandstöðu forystu í fleiri nefndum en dæmi eru um.

Þessu er hins vegar öllu snúið á haus á þann veg að þar sem samkomulagið hafi snúist um að fallast á bón Framsóknarflokksins um forystu í efnahags- og viðskiptanefnd þá hafi stjórnarflokkarnir viljað hafa áhrif á val stjórnarandstöðunnar. Því er slegið upp sem staðreynd í fyrirsögn fréttar á RÚV.

Það væri nær að skrifa frétt um að stjórnarandstaðan hafi gefið frá sér formennsku í þremur nefndum því hún gat ekki komið sér saman um hvað ætti að falla í hvers hlut. Getur verið að Píratar hafi ekki getað unnt Framsóknarflokknum þess að leiða mikilvæga nefnd og hafi frekar viljað kasta öllu frá sér til að koma þeirri sögu á kreik að stjórnin hafi ekkert boðið?“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi