Óhætt er að segja að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fari erfiðlega af stað. Ný skoðaðakönnun Maskínu sýnir að einungis innan við fjórðungur landsmanna er ánægður með nýju ríkisstjórnina og rösklega 47% eru óánægð.
Könnunin var gerð dagana 12.-23. janúar sl. og voru svarendur alls 810 talsins alls staðar af landinu af báðum kynjum.
Karlar eru mun ánægðari með nýju ríkisstjórnina en konur og eftir því sem tekjur fólks aukast, því ánægðara er fólk með ríkisstjórnina.
Aðeins tæplega 80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru ánægðir með ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og svipuðu máli gegnir um kjósendur Viðreisnar, 77-79%. Aðeins 31% kjósenda Bjartrar framtíðar eru ánægð með þátttöku flokksins í ríkisstjórninni.