fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Benedikt fundaði með Guðna Th. fyrir átta mánuðum og hvatti til framboðs „með tilheyrandi plotti“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. janúar 2017 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar fyrir framan Bessastaði í dag. DV-mynd: Sigtryggur Ari.
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar fyrir framan Bessastaði. DV-mynd: Sigtryggur Ari.

„Okkur var vísað í stofu þar sem gamla, lasna borðið  blasti við. Er ekki rétt að forsetaembættið fái aukafjárveitingu til þess að lappa upp á þetta borðskrifli? hugsaði ég, en þorði auðvitað ekkert að segja,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar í pistli á vefsvæði sínu, þar sem hann lýsir ríkisráðsfundinum þegar ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum.

„Öllum var raðað til borðs eftir kúnstarinnar reglum og forsetinn við endann. Svo upphófst ríkisráðsfundurinn sem var mikil seremónía þar sem þeir lásu hvor sína rullu, forsetinn og Bjarni, sem á fundinum varð forsætisráðherra. Ég þykist ekki vera mikið fyrir prjál af þessu tagi, en verð að viðurkenna þetta fannst mér allt mjög hátíðlegt og varð hálf klökkur, en þurfti sem betur fer ekkert að segja.

Mér varð hugsað til þess hvort maður væri ekki lentur í vitlausu leikriti. Nú sátum við þarna við endann, Guðni Th. og ég, rúmlega átta mánuðum eftir að ég spjallaði við hann og hvatti til forsetaframboðs með tilheyrandi plotti. Þá hafði hvorugur okkar nokkru sinni boðið sig fram til opinbers embættis. Svona er þetta líf skrítið.

Næst skrifaði ég undir yfirlýsingu um að ég myndi gegna embætti með guðs hjálp og hinnar helgu bókar. Það fannst mér líka skrítið, en þetta truflaði mig svosem ekkert. Á Alþingi er drengskaparheit látið nægja. Allir skrifuðu undir og þeir skiptust á línum úr kansellíinu forsætisráðherrann og forsetinn. Svo var allt búið, myndatökur og loks pönnukökur og kleinur. Betra gat það ekki orðið,“ segir Benedikt.

Og hann bætir við:

„Nú er hægt að byrja að vinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi