fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Gagnrýnir velferðarráðherra harðlega fyrir nýjan samning um réttindi flóttafólks

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 22. janúar 2017 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Bergman.
Marta Bergman.

„Maður spyr sig hvort nýr velferðarráðherra sé með réttu ráði. Þetta segi ég eftir að hafa starfað sem félagsmálastjóri í tuttugu ár,“ segir Marta Bergman, fv. félagsmálastjóri, í tilefni frétta um að Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins hafi undirritað samning um að flóttafólk á eigin vegum eigi sama rétt og kvótaflóttafólk.

Eyjan skýrði frá samningnum í morgun. Kvótaflóttafólk eru þeir flóttamenn sem hafa verið valdir í ákveðnu ferli, en gífurleg fjölgun hefur orðið á hælisumsóknum flóttafólks á eigin vegum, fólks sem er jafnvel frá löndum Evrópu þar sem ríkir friður, löndum eins og Makedóníu og Albaníu.

„Þetta hljómar afar fallega en á eftir að virka eins og móttaka Albananna forðum. Með þessu er verið að samþykkja að hingað komi fólk á eigin vegum í leit að betra lífi og eigi strax allan velferðarrétt hérna. Rétt sem landsmenn eiga ekki og jafnvel þótt þeir eigi að eiga fá ekki. Í tuttugu ár var Íslendingum skammtað úr hnefa eða synjað. Það var ekki af mannvonsku heldur vegna þess að það þurfti að byggja vegi, brýr og reka skóla og kakan óx ekki þótt þörfin væri meiri. Hingað getur fólk nú komið, eyðilagt pappírana sína og fengið uppihald, húsnæði, bestu heilbrigðisþjónustu, þar með talið tannlækna og sálfræðiþjónustu,“ segir Marta.

„Á sama tíma bíða 900 manns eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg og það á ekki rétt á ókeypis heilbrigðisþjónustu í nokkurri mynd. Mann grunar að þarna hafi komið að málum starfsmenn ráðuneytis og alþjóðlegrar stofnunar sem ekki hugsa um hagsmuni Íslands og Íslendinga fyrst,“ bætir Marta við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi