fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Flóttafólk sem kemur hingað á eigin vegum fær nú jafna stöðu á við kvótaflóttafólk

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 22. janúar 2017 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

flottamennStigið er skref í átt að því að jafna þjónustu við flóttafólk, hvort sem það kemur í boði stjórnvalda (kvótaflóttafólk) eða á eigin vegum, í nýjum samningi við Rauða kross Íslands (RKÍ) sem Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra og Sveinn Kristinsson formaður RKÍ hafa skrifað undir.

„Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að fyrsti samingurinn sem ég undirrita sem ráðherra skuli fela í sér tímamót eins og hér um ræðir, því það var orðið mjög mikilvægt að stuðla að jafnari stöðu flóttafólks sem hingað kemur“ sagði Þorsteinn við undirritun samningsins.

„Þetta er góður samningur fyrir báða samningsaðila og síðast en ekki síst góður fyrir flóttafólkið sjálft“ segir Sveinn Kristinsson.

Á síðustu árum hefur hælisleitendum sem sækja um og fá alþjóðlega vernd á Íslandi, og þar með réttarstöðu flóttafólks, fjölgað verulega. Á síðastliðnum tveimur árum hafa samtals 193 einstaklingar sótt um og fengið alþjóðlega vernd hér á landi.

Samningurinn er til þriggja ára og kveður á um hlutverk RKÍ varðandi móttöku, aðstoð og stuðning við flóttafólk sem kemur til landsins á samningstímanum. Á næstu dögum er von á 47 flóttamönnum frá Sýrlandi sem koma í boði stjórnvalda, í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Samningurinn tekur meðal annars til þess að flóttafólki standi til boða stuðningur sjálfboðaliða Rauða krossins. Kveðið er á um að Rauði krossinn veiti flóttafólki almennar leiðbeiningar, fræðslu og ráðgjöf og vísi á úrræði sem standa því til boða. Þá mun Rauði krossinn standa fyrir reglulegum námskeiðum fyrir flóttafólk um einkenni ofurálags og áfallastreitu og skyndihjálparnámskeiðum. Rauði krossinn mun einnig aðstoða flóttafólk við að komast í samband við nána ættingja í gegnum alþjóðlega leitarþjónustu, meðal annars til að hafa uppi á týndum ættingjum eða grafast fyrir um örlög þeirra. Þannig megi endurvekja samband innan fjölskyldna sem hafa sundrast vegna átaka, ofsókna eða af öðrum orsökum.

Eins og fram kemur í samingnum er markmiðið með honum að tryggja árangursríka aðlögun flóttafólks með náinni samvinnu stjórnvalda, sveitarfélaga og Rauða krossins. Jafnframt er þess vænst að með honum skapist svigrúm til gagnkvæmrar aðlögunar flóttafólks og heimamanna og að hann stuðli að jöfnun þjónustu og stuðnings við flóttafólk sem kemur hingað eftir ólíkum leiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi