fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Trump sver embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. janúar 2017 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA
Mynd/EPA

Donald J. Trump hefur svarið embættiseið við hátíðlega athöfn í Washington D.C. höfuðborg Bandaríkjanna að viðstöddu margmenni. Þetta er 53. innsetningarathöfnin í sögu landsins. Það gerði hann með því að leggja hönd sína á tvær Biblíur, Lincoln Biblíuna svokölluðu og sína eigin sem fylgt hefur honum frá barnæsku. Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, John Roberts, sem Trump hefur kallað ,,heimskingja‘‘ þuldi embættiseiðinn sem Trump endurtók.

Í ræðu sinni sagði Trump að þessi dagur táknaði ekki að valdið færðist á milli forseta eða stjórnmálaflokka, heldur frá stjórnvöldum til fólksins:

Ég mun aldrei bregðast ykkur,

sagði Trump. Lagði hann mikla áherslu á innviði landsins og sagði að Bandaríkin yrðu alltaf í fyrsta sæti þegar kæmi að ákvarðanatöku.

Hin sextán ára Jackie Evancho sem þekkt er úr sjónvarpsþáttunum America‘s Got Talent söng þjóðsöng Bandaríkjanna og sex trúarleiðtogar sem Trump valdi sjálfur veittu blessun sína.

Donald Trump og Barack Obama í dag. Mynd/EPA
Donald Trump og Barack Obama í dag. Mynd/EPA

Athöfnin er haldin við vesturhlið þinghússins og eru flestir framámenn og -konur landsins á staðnum, til að mynda Barack og Michelle Obama og Clinton hjónin.

Innsetningarræðu Trump hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og að henni lokinni verður gengin skrúðganga frá þinghúsinu til Hvíta hússins en um 8 þúsund manns taka þátt í henni. Mikill viðbúnaður var í Washington í dag og voru rúmlega 30 þúsund öryggisverðir þar við vinnu í dag.

Þorvarður Pálsson – thorvardur@pressan.is / Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi