fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Lokun gatna hefur veruleg áhrif á verslanir

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Ákvarðanir um lokun gatna í miðborg Reykjavíkur hafa veruleg áhrif á eigendur fasteigna á svæðinu sem og verslanir og veitingastaði. Akbrautir vega séu fyrst og fremst ætlaðir fyrir umferð ökutækja. Þetta segir í áliti Umboðsmanns Alþingis og greint er frá í tilkynningu frá Miðbæjarfélaginu, sem leitaði eftir áliti umboðsmanns vegna lokana gatna í miðborginni yfir sumartímann.

Í áliti sínu, sem skoða má á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, eru gerðar fjölþættar athugasemdir við málsmeðferð Reykjavíkurborgar og er því beint til borgaryfirvalda að það sé lögreglustjóra að kveða á um fyrirkomulag götulokana. Telur umboðsmaður einnig að endurskoða þurfi lögin til að kveða á um hvort sveitarfélög hafi heimild til að loka götum tímabundið:

M.a. með tilliti til þess að ekki ríki vafi um slíkar heimildir (þ.e. til lokana gatna) og þar með það inngrip sem leiðir af slíkum ákvörðunum í möguleika eigenda og afnotahafa fasteigna til aðgengis að þeim, að tilefni sé til þess að kveðið verði skýrar á um slíkar heimildir í lögum,

segir í áliti umboðsmanns. Það sé eðlilegt að ákvarðanir um lokun gatna séu viðfangsefni aðal- eða deiliskipulagsáætlana. Miðbæjarfélagið, hags­muna­fé­lag at­vinnu­rek­enda og eig­enda at­vinnu­hús­næðis í miðbæ Reykja­vík­ur, fagnar áliti umboðsmanns og segir þetta sýna að borgaryfirvöld hafi ekki gætt að lagareglum í málinu. Skipulagslög og reglugerðir tryggji hagsmunaðilum víðtækan þátttöku- og athugasemdarrétt. Beinir umboðsmaður því til umhverfisráðherra að taka afstöðu til þess hvernig rétt sé að tryggja betur að grundvöllur ákvarðana um nýtingu gatna sé fundinn skýr staður í lögum og framkvæmd laga og reglna um skipulag.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“