fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Icelandair Group  gefur út skuldabréf fyrir tæpa 4,5 milljarða króna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson. Mynd/Eyjan

Í ljósi hagstæðra kjara hefur Icelandair Group selt óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 40 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 4,5 milljörðum króna, til fjárfesta.

Um er að ræða framhaldsútgáfu í tengslum við skuldabréf sem félagið gaf út í október þegar félagið seldi skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadala.

Í skilmálum skuldabréfaflokksins er gert ráð fyrir að hann geti orðið allt að 300 milljónir bandaríkjadala.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Skuldabréfin eru til fimm ára og bera 3,5% vexti, ofan á þriggja mánaða LIBOR-vexti, án vaxtagólfs. Kjörin eru hagstæð sé horft til margra alþjóðlegra flugfélaga sem félagið ber sig saman við. Fjármagnið verður nýtt í fjármögnun almennrar starfsemi Icelandair Group.

Pareto Securities AB, hafði umsjón með sölu skuldabréfanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn