fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Líklegt að vextir verði lækkaðir í sumar

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Líklegt er að krónan muni styrkjast á þessu ári og að stýrivextir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig í maí og aftur í júní. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningadeildar Íslandsbanka. Í morgun tilkynnti Seðlabankinn að peningastefnunefnd hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5%. Enn væri óvissa um efnahagsleg áhrif af afnámi fjármagnshafta og sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á kynningarfundi í morgun að það sé hans mat að ekki sé augljóst að krónan komi til með að styrkjast á næstunni.

Bætti hann við að eftir því sem óvissan tengd efnahagslífinu minnkar og verðbólguvæntingar festast í sessi haldi jafnvægisnafn og -raunvextir áfram að síga niður. Þá sagði hann að peningastefnan hefði öðlast trúverðugleika sem sést m.a. á því að undanfarið þegar gengi krónunnar hefur sveiflast umtalsvert þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lítið breyst. Nú sé ljóst að markaður­inn sé að leita að nýju jafn­vægi í kjöl­far af­náms gjald­eyr­is­hafta. Þrátt fyr­ir að Seðlabank­inn muni draga úr skamm­tíma­sveifl­um og stöðva spírala sem kunna að mynd­ast megi markaður­inn ekki líta svo á að 100% trygg­ing sé fyr­ir því að Seðlabank­inn grípi inn í all­ar aðstæður.

Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga muni hjaðna eftir því sem líður á árið, ekki síst vegna líklegrar styrkingar krónunnar. Ef verðbólgan minnkar á komandi mánuðum samhliða styrkingar krónunnar telur greiningadeildin að rök fyrir því hjá peningastefnunefndinni að lækka stýrivexti svo peningalegt aðhald aukist ekki frekar með hækkandi raunvöxtum. Er því spáð að stýrivextirnir verði lækkaðir um 0,25 prósentur á vaxtaákvörðunardeginum 17. maí, og aftur þann 14. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar