fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Jón Steinar: Ríkið er ekki með lagaheimild til að selja Vífilstaði

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son lögmaður og fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari segir að ríkið þurfi heimild í lögum til að selja fasteignir sínar, ekki dugi til að hafa eina setningu í fjárlögum líkt og í tilviki sölu Vífilstaða til Garðabæjar. Líkt og greint var frá í síðustu viku seldi ríkið 202,4 hekt­ara land í kring­um Víf­ilsstaðasp­ítala til Garðabæjar, kaupverðið var 558,6 millj­ón­ir kr. 99,3 millj­ón­ir voru greiddar við und­ir­rit­un samn­ings­ins og greiða á eftirstöðvarnar fyrir aprílmánuð 2025. Verðið hefur vakið athygli, en hektaraverðið er rúmar 2,7 milljónir. Heimild til sölunnar er ein setning í fjárlögum.

Jón Steinar segir í samtali við mbl.is að lengi hafi verið talið að almenn lög þurfi til að ríkið hafi heimild til að selja fasteignir sínar, en stjórnarskráin kveður á um lagaheimild. Þó hafi aldrei verið reynt á þennan hluta fyrir dómstólum, hér á landi sé gerð krafa um að málshöfðandi hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn máls og því gæti það reynst almennum borgara erfitt að fara með sölu Vífilsstaða fyrir dómstóla.

Forstjóri og læknir ósáttir við söluna

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt söluna, bæði árið 2014 þegar ríkið tók landið af spítalanum og nú þegar landið var selt til Garðabæjar:

Athugasemdir Landspítala sneru að því að þarna var um að ræða land sem horft var til fyrir uppbyggingu spítalans til framtíðar,

sagði Páll í samtali við Fréttablaðið. Vilhjálmur Ari Arason læknir á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans, tók harðar til orða en Páll, segir hann í athugasemd við frétt Eyjunnar að sala landsins sé dónaskapur í garð sjúklinga framtíðarinnar og sögu íslenska heilbrigðiskerfisins:

Það hefur verið lengi ljóst að Vífilstaðaland og Keldur bíða ekki endalaust, jafnvel aldir eftir nýju þjóðarsjúkrahúsi! Tækifærið var núna kæru kollegar og aðrir sem létu glepjast undan smjörklípuðferð Alþingis, baktjaldarmaks Reykjavíkurbogar, nálægðar við DeCode og gömlu aðalbyggingar HÍ í Vatnsmýrinni,

segir Vilhjálmur Ari. Það sé grátlegt að hugsa til þess að verið sé að nota staðsetningaráætlun frá árinu 1900 sem hafi ekki verið endurskoðað í 40 ár:

Grátlegur fáranleiki þegar tekið er tillit til þróunar á höfuðborgarsvæðinu öllu, mikillar þéttingar þegar í miðbænum og aðgangshindrana, m.a. fyrir alla sjúkraflutninga. Fyrst og fremst mikill dónarskapur gangvart sögu íslenska heilbrigðiskerfisins og þjónustu við sjúklinga í mestu neyð lífsins í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“